Færsluflokkur: Bloggar
Í síðasta myndmenntatíma byrjuðum við að mála sjálfsmyndir og tókum því í notkun málaratrönurnar okkar sem við erum búin að smíða okkur í smíði í vetur. Það gekk vel hjá okkur að nota þær. En myndirnar tala sínu máli.
Bloggar | 2.5.2011 | 13:15 (breytt kl. 13:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardaginn fyrir páska var haldið bingó. Það var rosalega gaman og góð mæting. Verðlaunin voru ekki af verri taginu t.d. páskaegg númer 10, gisting, flug, matur, hárgreiðsla og fleira. Við þökkum öllum þeim sem gáfu vinninga kærlega fyrir.
Bestu kveðjur til ykkar allra
Júlíana, Ásta, Kári og Þórey
Bloggar | 27.4.2011 | 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Inn á síðuna eru komnar myndir frá vorhátíðinni okkar. Endilega kíkið á það sem við vorum að gera.
Bloggar | 27.4.2011 | 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dear Roland!
Thank you for the lovely chocolade you send to us. It is always nice to have something new from another country. Lóan is here, she came the same day we got the chocolade.
Best wishes for a awesome summer
the kids in Finnbogastaðaskóli
Bloggar | 27.4.2011 | 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á morgun, fimmtudaginn 14.apríl, verður vorhátíð Finnbogastaðaskóla haldin hátíðleg í Félagsheimilinu í Trékyllisvík. Góður matur og fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir gesti. Verð er 2200 krónur á mann en frítt fyrir börn yngri en 6 ára. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og gera sér glaðan dag með okkur.
Vorhátíðin hefst klukkan 18:00
Nemendur og starfsfólk Finnbogastaðaskóla
Bloggar | 13.4.2011 | 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag var rosa stuð í frímínútum. Það var allt fullt af gestum, Aníta Mjöll, Magnea Fönn, Gauti, Hrafnhildur Kría og hún Arney litla komu og léku með okkur.
Það var hlaupið, hoppað, rólað, leikið, og sparkað í bolta.
Þetta voru skemmtilegar frímínútur og gaman að fá þau öll í heimsókn.
Kv Júlíana Lind, Þórey, Ásta Þorbjörg og Kári.
Bloggar | 7.4.2011 | 11:51 (breytt kl. 13:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á þriðjudaginn fórum við í heimsókn í Kaupfélagið til Eddu sem vinnur þar. Þar fengum við að sjá hver hennar daglegu störf eru.
Hún afgreiðir, raðar í hillur og á mánudögum og fimmtudögum gáir hún hvað er til og pantar síðan það sem vantar.,,Mér finnst skemmtilegast að afgreiða og spjalla við fólki"segir hún.
Í þessari búð er hægt að finna brauð, mjólk, hveiti, kex, og svo miklu fleira. Hún selur meðal annars vöru sem venjulegar matvörubúðir selja ekki, það eru kindaskot sem eru notuð í sláturtíðinni.
Ragnheiður Edda vinnur líka sem póstkona og þegar hún tekur við bréfi setur hún frímerki og stimplar kortið svo er þetta sett í kassa með öllum hinum póstinum og fer síðan með flugi á fimmtudögum eða mánudögum.
Þetta var skemmtileg heimsókn og fræðandi við þökkum Eddu fyrir heimsóknina.
Kv.Júlíana Lind, Kári, Ásta Þorbjörg og Þórey.
Bloggar | 7.4.2011 | 11:40 (breytt kl. 13:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er í bók sem heitir Efnisheimurinn. Um daginn var ég að gera tilraun um það hvernig eldur virkar. Það þarf þrennt til að það kvikni eldur: Hita, súrefni og eldsneyti.
Kveikurinn er svartur og rauðglóandi á endanum. Neðst við kveikinn er eldurinn blár, loginn stækkar og verður dökkgulur og síðan skærgulur á logaendanum.
Ég prófaði líka að hvolfa glasi yfir kertið svo að brún glassins nemur við brún álformsins. Inn í glasið kom móða sem kemur því að þegar kerti brennur myndast vatn sem við sjáum sem móðu.
Þetta er rosalega skemmtileg tilraun og frábær bók.
Kv Júlíana Lind
Bloggar | 23.3.2011 | 13:45 (breytt 24.3.2011 kl. 08:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær komu Aníta Mjöll og Magnea Fönn úr Bæ í heimsókn í skólann okkar. Þær komu og vildu gefa okkur spariféð sitt fyrir börnin í útlöndum sem að eiga enga peninga og enga stóla og engin borð í skólanum sínum og verða því að sitja á hörðu steingólfinu með bækurnar sínar. '' við viljum gefa peninga til þess að fá peninga'' sagði Aníta. Þakka ykkur kærlega fyrir peningana elsku Aníta og Magnea.
Ásta Þorbjörg,Kári, Júlíana Lind og Þórey.
Bloggar | 23.3.2011 | 13:13 (breytt kl. 13:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við fórum í skólaferðalag til Hólmavíkur. Við komum til Hólmavíkur á sunnudaginn og fórum heim á föstudaginn. Á sunnudaginn þegar að við komum til Hólmavíkur fórum við í mat til Ingibjargar, Jónasar og Kríu og við fengum pylsu og sumir fengu kjúkling. Eftir það fórum við í Steinhúsið. Steinhúsið var eins og höll og við höfðum það kósý í höllinni okkar.
Á mánudaginn fórum við í skólann og eignuðumst fullt af vinum. Í hádeginu var kjúklingasúpa. Eftir skóla fóru allir í dans og það var Jón Pétur úr Dansskóla Jóns Péturs og Köru sem að kenndi okkur. Á þriðjudaginn fórum við líka í skólann og á dansnámskeiðið. Á dansnámskeiðinu lærðum við Michael Jackson dans. Eftir dansnámskeiðið fengum við að kíkja á leiklistaræfingu hjá leikfélaginu á Hólmavík, leikritið heitir Unglingurinn í tölvunni og það er mjög skemmtilegt og fyndið. Eftir skóla og dansnámskeið á fimmtudaginn fengum við að kíkja á hestana hjá Victori sem er með Strandahesta og fara á hestbak. Victor og Kristján leyfðu okkur að fara á hesta sem heita Menja og Snerpa. Þær voru mjög góðar. Það var einmitt afmælisdagurinn hennar Júlíönu og við fengum af því tilefni pizzu og ís í kvöldmat. Á föstudaginn var síðan danssýning þar sem allir dönsuðu saman og foreldrar og aðrir fengu að sjá. Alla dagana fengum við vini í heimsókn eða fórum til þeirra í heimsókn.
Eftir þessa frábæru viku var kominn tími til að halda heim, við þökkum Hólmvíkingum fyrir Geggjaðar mótökur á Hólmvík.
Kv. Þórey, Kári, Ásta og Júlíana
Ath. myndir í albúminu Hólmavík
Bloggar | 22.3.2011 | 10:10 (breytt 23.3.2011 kl. 13:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar