Steingeit eins og Hrefna amma

StrandastelpaEins og við sögðum ykkur frá í síðustu viku þá var Elísa Ösp að fara suður til að eiga barnið og við höfðum lofað að láta ykkur vita ef eitthvað gerðist. Og nú, er barnið fætt og það er stelpa. Jibbí! Hún fæddist föstudaginn 15. janúar. Hún er því steingeit eins og Hrefna amma!Litla strandastelpan er 49 sentimetrar á lengd og 14 merkur.Systkini af StröndumHún er með blá augu, og Hrefna segir að hún sé lík Elísu Ösp, en hún hefur bara séð hana á mynd.Við hlökkum rosalega mikið til að hitta hana og óskum Elísu Ösp og fjölskyldu til hamingju.

Júlíana Lind og Ásta Þorbjörg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband