Við fengum góðan gest í skólann til okkar í morgun, Jóhönnu Kristjónsdóttur blaðamann og rithöfund. Við höfðum heyrt að hún hefði ferðast ótrúlega víða. Það er svo sannarlega rétt og eftir viðtalið sagði Ásta einfaldlega: Við ættum að ráða hana sem landafræðikennara hérna í skólanum!
Í hvaða landi varstu síðast? Sýrlandi.
Hvað hefurðu komið til margra landa? Þau eru 95 eða 96.
Til hvaða lands hefurðu komið oftast? Sýrlands eða Jemen.
Hvað áttu mörg börn? Fjögur. Þau heita Kolbrá, Hrafn, Illugi og Elísabet.
Hefurðu komið til Kína? Já, aðeins. En er svo stórt og ég hef ekki ferðast mikið þar.
Hvenær byrjaðirðu sem blaðamaður? Þegar ég var 18 ára, svo nú hef ég skrifað í blöð í rúmlega 50 ár.
Hvað hefurðu skrifað margar bækur? Ellefu.
Og geturðu nefnt nokkra titla? Ást á rauðu ljósi, Dulmál Dódófuglsins og Arabíukonur.
Hvenær komstu fyrst í Árneshrepp? Árið 1972.
Hvað er skrýtnasta dýr sem þú hefur séð? Broddgöltur.
En flottasta dýrið? Sebrahestur.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að borða músarkjöt.
Hefurðu hitt Móður Theresu? Já, ég hitti hana í Írak fyrir 15 árum.
Hver er skrýtnasti matur sem þú hefur smakkað? Kolkrabbi.
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.