Nú er Evrópumótið í handbolta í hámarki og mikil spenna um allt land.
Það er alltaf mikil spenna á Melum þegar landsliðið er að keppa.
Þegar Badda kom í skólann í morgun (hún er að leysa matráðskonuna af) var hún ósofin. Við spurðum hana hvers vegna og fleiri spurningar um handboltann.
Júlíana: Hvað finnst þér um Evrópumótið?
Badda: Mér finnst það frábært og skemmtilegt að það er haldið á þessum tíma.
Ásta: Hverjir eru uppáhaldsleikmenn ykkar Björns?
Badda: Ingimundur, Sverre,Ólafur og Róbert. En heildin er frábær.
Júlla: Hafið þið horft á alla leikina?
Badda: Auðvitað!
Ásta: Hvað haldið þið að Ísland komist langt?
Badda: Við vonum að Ísland komist í úrslit. En silfur er raunhæft fyrir silfurdrengina.
Ásta & Júlla: Hversu mikil er spennan á Melum þegar strákarnir spila?
Badda: Svo mikil að við sváfum eiginlega ekkert í nótt! Við höfðum svo miklar áhyggjur af leiknum í dag. Björn verður líka að fara í sturtu eftir hvern leik, því það er eins og hann spili sjálfur í leiknum, svo spenntur er hann.
Ásta: Hvernig líst ykkur á leikinn í dag gegn Rússum?
Badda: Okkur líst ágætlega á hann og vonum að við vinnum!
Við erum líka mjög spenntar fyrir leiknum í dag! Uppáhaldsleikmaður Júlíönu er Björgvin markmaður og hún spáir að Ísland fái gullið. Uppáhaldsleikmaður Ástu er Róbert og hún spáir strákunum silfrinu.
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.