Andvaka af áhyggjum!

Badda og stelpurnar 001Nú er Evrópumótið í handbolta í hámarki og mikil spenna um allt land.

Það er alltaf mikil spenna á Melum þegar landsliðið er að keppa.

Þegar Badda kom í skólann í morgun (hún er að leysa matráðskonuna af) var hún ósofin. Við spurðum hana hvers vegna og fleiri spurningar um handboltann.

 

Júlíana: Hvað finnst þér um Evrópumótið?

Badda: Mér finnst það frábært og skemmtilegt að það er haldið á þessum tíma.

Ásta: Hverjir eru uppáhaldsleikmenn ykkar Björns?

Badda: Ingimundur, Sverre,Ólafur og Róbert. En heildin er frábær.

Júlla: Hafið þið horft á alla leikina? Ólafur Stefánsson

Badda: Auðvitað!

Ásta: Hvað haldið þið að Ísland komist langt?

Badda: Við vonum að Ísland komist í úrslit. En silfur er raunhæft fyrir silfurdrengina.

Ásta & Júlla: Hversu mikil er spennan á Melum þegar strákarnir spila?

Badda: Svo mikil að við sváfum eiginlega ekkert í nótt! Við höfðum svo miklar áhyggjur af leiknum í dag. Björn verður líka að fara í sturtu eftir hvern leik, því það er eins og hann spili sjálfur í leiknum, svo spenntur er hann.

Ásta: Hvernig líst ykkur á leikinn í dag gegn Rússum?

Badda: Okkur líst ágætlega á hann og vonum að við vinnum!

 Við erum líka mjög spenntar fyrir leiknum í dag! Uppáhaldsleikmaður Júlíönu er Björgvin markmaður og hún spáir að Ísland fái gullið. Uppáhaldsleikmaður Ástu er Róbert og hún spáir strákunum silfrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband