Hvað gera veðurguðirnir?

FiðrildiKannski komumst við ekki í hið langþráða skólaferðalag! Við sitjum hérna með öndina í hálsinum og tuttugu fiðrildi í maganum og bíðum eftir að veðurguðirnir kveði upp sinn dóm...

Það er mikið í húfi, því við ætlum ekki að sitja auðum höndum í höfuðborginni. Við ætlum að fara á skauta (jibbí, örugglega sléttasta svell í heimi!), fara í leikhúsið að sjá Óliver Twist, fara í sjónvarpshúsið og horfa á Útsvar, rölta um miðbæinn og fara á hamborgarabúlluna!

Og margt fleira. Munið að horfa á Útsvar á föstudaginn -- vonandi verðum við þar!

Kveðja frá krökkunum með fiðrildin og öndina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband