Eldur! Eldur!

GosiðÞá er byrjað eldgos í Eyjafjallajökli eins og flestum er kunnugt. Gosið byrjaði í gærnótt og er sprungan tveggja kílómetra löng .

Það er búið að rýma svæðið og  sleppa kindum og öðrum búfénaði út í haga. Fólk  varð að flýja heimili sín. Það er mikið öskufall og askan stöðvar allt flug í norður–Evrópu.  Þar á meðal  í Bretlandi , Noregi, Svíþjóð og norður hluta Finnlands.

Þegar eldgos verða undir jökli geta komið mikil flóð og mengun í andrúmsloftið. Í AskanVestmannaeyjum var hætta á að drykkjarvatnið mengaðist útaf öskunni. Mikið flóð varð í gær, en litlar skemmdir, þó varð að rjúfa veginn á nokkrum stöðum til að bjarga nýju Mrakarfljótsbrúnni og túnum bænda.

Við fylgumst öll spennt með framhaldinu og vonum að hvorki verði slys eða tjón.

                                          Júlíana, Kári & Ásta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband