Selshamur og marenssvanir á vorskemmtuninni

Á hverju ári höldum við vorskemmtun í samkomuhúsinu.

Þá koma allir sem geta úr sveitinni og ágóðinn rennur í ferðasjóðinn okkar.Góður hópur

Í ár fengum við sérstaka gesti í heimsókn til okkar í skólann til að hjálpa okkur með tónlistar- og leiklistaratriðin.

Það voru þau Birna frá Bæ (frábær) og Björn Kristjánsson. Þau eru bæði kennarar við Norðlingaskóla. Þau komu líka með Hjalta litla strákinn sinn.

 

Sungið af hjartans lystVið vorum með sérstakt þema á hátíðinni, sem var hafið, og tengdust öll atriðin hafinu á einhvern hátt.  Við sýndum leikritið um Selshaminn, fluttum öll eitt ljóð sem tengdist hafinu á meðan hin spiluðu undir, við skreyttum líka sviðið eins og haf og fjöru með rekaviði og fleiru.Það voru líka nokkur tónlistaratriði og allskonarhljóðfæri notuð, þar á meðal steinar!

 

 

Maturinn var líka alveg magnaður, í aðalrétt var kjúklingasalat og í eftirréttSvanir á boðstólum voru marenssvnir með mascarpone ostafyllingu. Rosalega gott!

Mér fannst ótrúlega gaman að öllu saman og að allt hafi tekist mjög vel hjá okkur.

 Kveðja,

Júlíana Lind

 

p.s. við setjum svo fleiri myndir inn í albúm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband