Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Fyrsta eintakiðÞá er komið að því að við förum í sumarfrí í Finnbogastaðaskóla. Hér er allt komið á fullt í sauðburði og nóg um að vera á bæjunum.

Síðasta verk okkar á þessu skólaári var að mála skúrinn sem stendur á skólalóðinni. Við byrjuðum á að mála hann hvítan og svo völdum við okkur eina mynd hvert af dýrum sem tilheyra Árneshreppi (ísbirnir hafa oft komið hér á land!).Dýrin okkarVið fengum okkur svo grillaðar pulsur í hádeginu og skoðuðum fyrsta eintak af glænýrri bók sem við erum að gefa út, Stærðfræði strandakrakka!

Grillpartý

Við þökkum ykkur kærlega fyrir samfylgdina í vetur og óskum ykkur gleðilegs sumars.  Sjáumst kát í haust,Júlíana Lind, Ásta Þorbjörg, Kári, Elín Agla, Elísa, Ingvar og Hrefna. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband