Hvað gerum við á haustin?

Að hausti eru mörg og skemmtileg verkefni til að leysa á einn eða annan hátt.

1.sept2010 052Að telja dollur er mjög gaman, maður flokkar plast, ál og gler í sundur og telur síðan fjöldan. Við fáum dollurnar af tjaldsvæðinu og frá fólki sem gefur okkur þær. Síðan eru þær sendar til Sorpu og unnar aftur. Ágóðinn rennur síðan í ferðasjóðinn okkar.

 

 

 

Einnig erum við að læra stærðfræði, lestur og/eða íslensku. Það er líka gaman að læra, þó að maður vildi kannski helst vera úti á fögrum haustdögum og ærslarst.

 

1.sept2010 050

 

 

1.sept2010 053Og svo má ekki gleyma rabbabaranum góða, sem við tínum úr garðinum og hreinsum. Við náum aldrei að gera sultuna á sama degi því að það þarf að sjóða hana svo lengi, en það bíður betri tíma.

kv. Júlíana Lind, Kári og Þórey


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband