Vettvangsferð í veðurathugunarstöðina í Litlu-Ávík

Við fórum í vettvangsferð til Jóns Björns og hann sýndi okkur veðurathugunarstöðina. Við sáum trekt sem mælir úrkomu. Þar var líka hvítt hús líkt fuglahúsi en þar inni voru mælar sem mæla hitastigið. Það er margt sem fylgir veðurathugunum. Við sáum bók með fullt af mismunandi skýjum sem var gaman að fletta. Jón Björn sýndi okkur líka bókina sem hann skráir veðrið í. Hann sýndi okkur vindmælinn sem er á þakinu og er tengdur við mæla sem eru inni hjá honum. Við sáum líka langa mælistöng sem mælir snjódýpt. Það þarf að athuga mælana mörgum sinnum á dag og senda upplýsingarnar svo á veðurstofuna. Þetta var skemmtileg og fróðleg ferð og ekki skemmir fyrir að við fengum konfekt áður en við fórum heim!

11.nóv22010 01111.nóv22010 01411.nóv22010 018

 Kári


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband