ÞRETTÁNDINN!

Í dag kveðjum við jólin á þrettánda degi jóla. Nú eru allir jólasveinarnir komnir heim til hennar Grýlu og hans Leppalúða já og ekki má gleyma jólakettinum mjá mjá mjá. Við gætum kannski athugað með þá hvort allir hafi komist með því að hringja í símann þeirra. Ætli þeir eigi síma? Kannski steinasíma.

Við þurfum því að taka niður jólaskrautið í dag en það er frekar leiðinlegt. Samt verður svo gaman að fá að setja það aftur upp fyrir næstu jól. Kannski verður hægt að sprengja nokkrar sprengjur í kvöld þegar það kemur myrkur. Með sprengjunum gætum við líka borðað súkkulaðið sem við fengum frá vini okkar honum Roland sem koma með pakka til okkar á meðan við vorum í jólafríinu sem var fullur af súkkulaði. Hann hefur stundum áður gefið okkur súkkulaði svo núna köllum við hann bara súkkulaðimanninn.

 Dear thanks for the chocolate Roland it was appreciated Smile

 

sprengjukveðjur
Þórey


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband