Fréttaannáll Finnbogastaðaskóla 2010

Árið 2010 var annasamt ár. Hér er frétt um árið okkar.

  • Einar á kaffihúsinu gaf okkur 21. þúsund krónur og við ákváðum að fara í leikhúsferð á sýninguna Oliver Twist, einnig fórum við á skauta og á sögusafnið í Perlunni.
  • Við þurftum að leggja af stað kl 7:15 til Hólmavíkur til að sjá ótrúlega flotta varðskipið Tý sem kom til Hólmavíkur útaf 112 deginum. Krakkarnir fóru í aðra ferð til Hólmavíkur á leikritið Prumpuhóllinn en ég var í Reykjarvík og komst ekki með.
  • Okkur var boðið á Drangsnes í pítsupartí og leiki. Ferðalög eru rosalega semmtileg.
  • Síðastliðinn vetur hafa margið komið í heimsókn til okkar t.d. Egill og Marteinn frá Krossnesi  á Öskudaginn. Roland kom í heimsókn alla leið frá Sviss með svissneskt súkkulaði. Nammi, namm!!! Ástrós Lilja kom líka í nokkra daga og Karítas Gyða fékk að vera með okkur þegar að hún heimsótti Ástu. Jóhanna Kristjónsdóttir kom í heimsókn, hún hefur farið til næstum 100 landa og hitt Móðir Theresu. Í heimsókninni  fræddi hún okkur um fullt af löndum. Birna og Bjössi komu í heim sókn til okkar og hjálpuðu okkur við undir búining vorskemmtunarinnar, þau komu með heilan helling af spennandi hljóðfærum.
  • Kári og Þórey fóru suður til Reykjarvíkur því að á þessu ári fæddist Arney litla sem kom í heiminn 15. janúar, hún var 49cm á lengd og 14 merkur.
  • Ásta fór til Kaupmannahafnar í vetur og við þurftum að vera ein í nokkra daga. Henni fannst ótrúlega gaman í Danmörku, enda ekki slæmt að fara í tívolíið og Legoland.
  • Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur. Ásta var skrímsladavíðsbatmansprinsessubrúður, Kári var Stjáni blái, Þórey var prinsessa og ég var gíraffi. Þetta var rosa stuð og við fengum líka fullt af nammi.
  • Páskastuðið var í algjöru hámarki, páskarnir snerust aðallega um að sofa út, borða páskaegg með fjölskyldum og leika saman.
  • Eldgosið í Eyjafjallajökli byjaði 14/4 um nóttina, það var rosalega mikil aska og sumstaðar á landinu var allt svart.
  • Í haust eftir fjörugt sumarfrí var nóg að gera við að týna og verka rabbabara, telja dollur og náttúrulega læra. Í haust bættist líka við kennarinn Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir og nemandinn Þórey Ingvarsdóttir.

Við þökkum liðið ár og óskum ykkur alls hins besta á árinu!!!

 Kv. Júlíana Lind


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband