Öskudagspartý

Í gær var öskudagur og við fórum á alla bæina í Trékyllisvík að syngja til að fá nammi. Og við fengum fullt af nammi! Við sungum Nú er frost á fróni, Úmbarassa, Ólafur Liljurós, Fyrr var oft í koti kátt, Álfareiðin, Á Sprengisandi, Það geta ekki allir verið gordjöss og Waka waka. Það var mjög skemmtilegt. Síðan var ball í samkomuhúsinu og Ásta sló köttinn úr tunnunni aftur. Reyndar var enginn köttur í tunnunni heldur nammi og popp. Þarna voru ýmsar kynjaverur t.d. trúður, Hannah Montana, býfluga, ísbjörn, sjóræningjar, fíll, Lísa í Undralandi, Barbie, köttur, jólahreindýr, svefnburka, partý lögga o.fl. Það var farið í marga leiki t.d. kústadans, limbó, ásadans, fram fram fylking, stóladans og feluleik. Myndirnar frá ballinu finnið þið í myndaalbúminu sem heitir Öskudagspartý.

   Ásta Þorbjörg, Kári og Þórey. Police

 

dsc01889.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband