ferða, ferða ferðalag

Við fórum í skólaferðalag til Hólmavíkur. Við komum til Hólmavíkur á sunnudaginn og fórum heim á föstudaginn. Á sunnudaginn þegar að við komum til Hólmavíkur fórum við í mat til Ingibjargar, Jónasar og Kríu og við fengum pylsu og sumir fengu kjúkling. Eftir það fórum við í Steinhúsið. Steinhúsið var eins og höll og við höfðum það kósý í höllinni okkar.

Á mánudaginn fórum við í skólann og eignuðumst fullt af vinum. Í hádeginu var kjúklingasúpa. Eftir skóla fóru allir í dans og það var Jón Pétur úr Dansskóla Jóns Péturs og Köru sem að kenndi okkur. Á þriðjudaginn fórum við líka í skólann og á dansnámskeiðið. Á dansnámskeiðinu lærðum við Michael Jackson dans. Eftir dansnámskeiðið fengum við að kíkja á leiklistaræfingu hjá leikfélaginu á Hólmavík, leikritið heitir Unglingurinn í tölvunni og það er mjög skemmtilegt og fyndið. Eftir skóla og dansnámskeið á fimmtudaginn fengum við að kíkja á hestana hjá Victori sem er með Strandahesta og fara á hestbak. Victor og Kristján leyfðu okkur að fara á hesta sem heita Menja og Snerpa. Þær voru mjög góðar. Það var einmitt afmælisdagurinn hennar Júlíönu og við fengum af því tilefni pizzu og ís í kvöldmat. Á föstudaginn var síðan danssýning þar sem allir dönsuðu saman og foreldrar og aðrir fengu að sjá. Alla dagana fengum við vini í heimsókn eða fórum til þeirra í heimsókn.

 

Eftir þessa frábæru viku var kominn tími til að halda heim, við þökkum Hólmvíkingum fyrir Geggjaðar mótökur á Hólmvík.

Kv. Þórey, Kári, Ásta og Júlíana 

Ath. myndir í albúminu Hólmavík

22_3_2011_064.jpg

 22_3_2011_069.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

22_3_2011_092.jpg22_3_2011_109.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband