Við fórum í skólaferðalag til Hólmavíkur. Við komum til Hólmavíkur á sunnudaginn og fórum heim á föstudaginn. Á sunnudaginn þegar að við komum til Hólmavíkur fórum við í mat til Ingibjargar, Jónasar og Kríu og við fengum pylsu og sumir fengu kjúkling. Eftir það fórum við í Steinhúsið. Steinhúsið var eins og höll og við höfðum það kósý í höllinni okkar.
Á mánudaginn fórum við í skólann og eignuðumst fullt af vinum. Í hádeginu var kjúklingasúpa. Eftir skóla fóru allir í dans og það var Jón Pétur úr Dansskóla Jóns Péturs og Köru sem að kenndi okkur. Á þriðjudaginn fórum við líka í skólann og á dansnámskeiðið. Á dansnámskeiðinu lærðum við Michael Jackson dans. Eftir dansnámskeiðið fengum við að kíkja á leiklistaræfingu hjá leikfélaginu á Hólmavík, leikritið heitir Unglingurinn í tölvunni og það er mjög skemmtilegt og fyndið. Eftir skóla og dansnámskeið á fimmtudaginn fengum við að kíkja á hestana hjá Victori sem er með Strandahesta og fara á hestbak. Victor og Kristján leyfðu okkur að fara á hesta sem heita Menja og Snerpa. Þær voru mjög góðar. Það var einmitt afmælisdagurinn hennar Júlíönu og við fengum af því tilefni pizzu og ís í kvöldmat. Á föstudaginn var síðan danssýning þar sem allir dönsuðu saman og foreldrar og aðrir fengu að sjá. Alla dagana fengum við vini í heimsókn eða fórum til þeirra í heimsókn.
Eftir þessa frábæru viku var kominn tími til að halda heim, við þökkum Hólmvíkingum fyrir Geggjaðar mótökur á Hólmvík.
Kv. Þórey, Kári, Ásta og Júlíana
Ath. myndir í albúminu Hólmavík
Flokkur: Bloggar | 22.3.2011 | 10:10 (breytt 23.3.2011 kl. 13:50) | Facebook
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.