Starfsviðtal við Ragnheiði Eddu í kaupfélaginu

Á þriðjudaginn fórum við í heimsókn í Kaupfélagið til Eddu sem vinnur þar. Þar fengum við að sjá hver hennar daglegu störf eru.

Hún afgreiðir, raðar í hillur og á mánudögum og fimmtudögum gáir hún hvað er til og pantar síðan það sem vantar.,,Mér finnst skemmtilegast að afgreiða og spjalla við fólki"segir hún.7_010.jpg

Í þessari búð er hægt að finna brauð, mjólk, hveiti, kex, og svo miklu fleira. Hún selur meðal annars vöru sem venjulegar matvörubúðir selja ekki, það eru kindaskot sem eru notuð í sláturtíðinni.

Ragnheiður Edda  vinnur líka sem póstkona og þegar hún tekur við bréfi setur hún frímerki og stimplar kortið  svo er þetta sett í kassa með öllum hinum póstinum og fer síðan með flugi á fimmtudögum eða mánudögum.

Þetta var skemmtileg heimsókn og fræðandi við þökkum Eddu fyrir heimsóknina.                              

Kv.Júlíana Lind, Kári, Ásta Þorbjörg og Þórey. 

 7_018.jpg

7_016.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband