Plokkfiskur og skyr

Þegar við fórum í heimilisfræði í morgun var okkur falið að búa til hádegismatinn sem að átti að vera plokkfiskur og skyr. Ég og Kári vorum látin velja kartöflur og taka af þeim spírurnar. Þórey og Brynja Dröfn (gestanemandi) hrærðu skyrið og Júlíana var látin sjóða fiskinn og búa til sósuna. Þegar að fiskurinn var soðinn og skyrið var tilbúið var fiskurinn settur á fat og skyrið sett inn í ísskáp. Þegar að skyrið var tilbúið fóru Þórey og Brynja upp að leika sér og þegar að kartöflurnar voru tilbúnar fórum ég, Kári og Júlíana að skræla þær. Og Júlíana grét bara smá við að skera laukinn. Svo blönduðum við öllu í skál og borðuðum okkur pakksödd. 

28_8_11_015.jpg

Kveðja Ásta, Þórey, Kári og Júlíana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband