18. október 2011
Í síðustu viku byrjuðum við skólaferðalagið á því að mæta á Flugfélag Íslands til þess að taka flug til Akureyrar og þar þurftum við að bíða í fjóra klukkutíma. Við nýttum tímann með því að rölta um bæinn og skoðuðum búðir. Við getum ekki sagt að Kára hafi fundist neitt svakalega gaman að skoða búðir. Ásta týndi vettlingunum sínum á Akureyri en fann þá aftur.
Rétt áður en við fórum á flugvöllinn fórum við á Subway og hittum Örnólf Hrafn Hrafnsson. Síðan fórum við með flugvél til Grímseyjar.
Við hittum öll skólabörnin og um kvöldið fórum við á veitingastað sem að heitir Krían og er við hliðina á Búðinni sem er búðin í Grímsey. Seinna um kvöldið fórum við á tónleika með Eyjólfi Kristjánssyni.
19.október
Næsta dag vöknuðum við snemma og fórum í skólann með krökkunum í Grímsey. Þetta er þrettán barna skóli með tveimur kennurum. Við byrjuðum á verkefni sem heitir ströndungar og eyjaskeggjar. Það gengur út á að öllum krökkunum er skipt í tvo hópa sem sagt í ströndunga og eyjaskeggja. Hver hópur átti að segja frá Grímsey og Árneshreppi og búa til kort af honum. Eftir skóla fórum við á opið hús í skemmtilega leiki, sem var rosalega skemmtilegt.
20. október
Við fórum í skólann klukkan 8:00 og unnum í verkefninu. Þegar skólinn var búinn fórum við í Gallerý Sól og þaðan fóru nokkrir krakkar með okkur í skoðunarferð um eyjuna. Þau sögðu okkur margt mjög fróðlegt. Bjarni bróðir hennar Huldu Signýjar skólastjóra fór með okkur og nokkra aðra krakka úr Grímsey í sjóferð þar sem við skoðuðum vestari hluta eyjarinnar. Við fengum einnig að prófa að veiða fisk. Um kvöldið var svo pizzupartý og kvöldvaka með nemendum, kennurum og foreldrum. Við fórum í marga skemmtilega leiki. Við krakkarnir gáfum skólanum bók að gjöf og öllum eitt kort af Árneshreppi og brjóstsykur sem Jóhanna mamma hennar Ástu bjó til. Svo sögðum við öll frá okkur sjálfum og eina þjóðsögu úr Árneshreppi. Eftir kvöldvökuna fengu allir krakkarnir að koma með okkur heim á gistiheimilið og við fórum öll í feluleik um húsið stóra.
21. október
Þennan síðasta dag fórum við í skólann og lukum við verkefnið okkar. Við bökuðum vöfflur og súkkulaðiköku og um hádegi komu gestir í skólann til að skoða verkefnið okkar. Við fórum öll með stuttar setningar um heimabyggðirnar nema ein stelpa hún Sigrún sem fór með ljóð. Allir fóru saddir heim úr skólanum og við fórum á gistiheimilið og náðum í töskurnar okkar. Við fórum með flugvél til Akureyrar og þar spókuðum við okkur aðeins um bæinn áður en við fórum á Bautann og Brynju. Við tókum rútu í Staðarskála þar sem Gulli og Golli biðu eftir okkur. Ferðin heim gekk ekki nógu vel þar sem það sprakk á tveimur dekkjum. Við komumst samt heim þó það væri komin nótt. Þetta var alveg frábært ferðalag sem við fórum í og okkur langar til að þakka Grímseyingum öllum fyrir frábæra gestrisni þangað komum við vonandi aftur. Þau eru líka velkomin í heimsókn til okkar!
Myndir úr ferðalaginu koma inn í albúm hér til hliðar!
kv. Kári, Júlíana, Þórey,Ásta, Elísa og Hrefna
Flokkur: Bloggar | 27.10.2011 | 11:45 (breytt kl. 13:07) | Facebook
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.