Óveður eftir Júlíönu Lind

Það var hrollkalt úti. Sara hélt að hún myndi frjósa á leiðinni heim úr skólanum. Þegar að hún kom heim fékk hún sér heitt kakó, og seinna um kvöldið fór Sara að sofa. Hún ætlaði að fara með Atla vini sínum í fjallgöngu og hana hlakkaði rosalega mikið til.

Þau lögðu snemma af stað á laugardagsmorgni, rétt eftir að sólin kom upp. Þau voru með bakpoka fulla af nesti og auka par af sokkum og fötum. Pabbi Atla keyrði  þeim inn í næsta fjörð og þau ætluðu síðan að fara yfir fjallið og heim. Þau gerðu ráð fyrir að vera komin fyrir kaffitímann.

Atli og Sara lögðu hress af stað, þau sungu lög, sögðu sögur og stoppuðu oft til að sjá útsýnið yfir fjörðinn. Sýnin var ótrúleg. Rauð sólin baðaði bleikum geislum sínum yfir himininn og fjörðurinn varð appelsínugulur og bleikur og sjórinn varð gulur á litinn.

Þegar líða tók á daginn fóru þau að nálgast toppinn og um hádegið náðu þau upp. Atli varð órólegur, honum fannst vera að þykkna upp í skýjunum og kaldur vindur fór að blása. Seinna var komið hífandi rok og grenjandi rigning sem sveið undan þegar hún skall á kinnunum. Þau ákváðu að leita skjóls undir klettavegg og bíða óveðrið af sér. Þau vissu að uppi á fjöllum var allra veðra  von og höfðu þess vegna pakkað hlýjum fötum sem þau drifu sig í. Þau voru ekki illa haldin, mamma Söru hafði pakkað mikið af nesti og heitu kakói. En fötin urðu fljótt blaut og köld. Svo fór að kólna enn meira og Atli var sannfærður um að það færi að snjóa bráðlega. Þetta var seint um haustið og allt gat gerst. Sara hljóp oft undan klettaveggnum til að gá hvort skyggnið væri betra þar en alls staðar var jafn dimmt og drungalegt.

Allt í einu heyrðu þau dauft hljóð eins og gelt í hundi. Atli og Sara hlustuðu vel en heyrðu það ekki aftur. Þau byrjuðu að kalla og þá byrjaði geltið aftur hátt og skýrt. Þau sáu dauft ljós og hlupu í áttina til þess, þar stóðu feður þeirra og föðmuðu þau að sér.

Í bínum á leiðinni heim sofnuðu þau örþreytt og vafin inn í þykk ullarteppi og hundurinn lá ofan á fótunum á þeim glaður yfir að hafa fundið þau.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband