Óveður eftir Kára

Óveður!! 

Einu sinni sem oftar gekk smaladrengurinn Guðmundur með fé föður síns og hundin sinn Snata. Einn daginn fóru kindurnar að vera órólegar en Guðmundur tamdi þær og þær urðu spakari. Nokkru seinna brast á blindhríð það kom stormur og snjóbylur þeir félagar voru skíthræddir um að nú myndu þeir missa féð og það var líka það sem þeir gerðu. Þeir sáu ljós og heyrðu hljóð sem var líkara gráti. Þeir gengu að ljósinu og fundu helli og þar inni var stúlka sem grét af öllum lífs og sálar kröftum.

Guðmundur gekk inn og spyr: hvað gengur að þér?

Hún svarar: Ég var send út í morgun að ná í lambakjöt úr hópnum þarna upp frá.

Guðmundur setti upp hissu svip.

Stelpan: Þegar ég kom aftur voru allir farnir.

Guðmundur: Viltu ekki fá úlpuna mína þér er svo kalt?

Stelpan: Ég datt í drullupoll á leiðinni og ég er ógeðslega skítug.

Guðmundur: Pu, kvenmenn tautaði hann en hundurinn gelti.

Stelpan : Heyrðu viltu ekki vera hjá mér meðan bylurinn er?

Guðmundur: Jú jú, Smile er ekki pláss fyrir hundinn annars. 

Stelpan: Það ætti að vera pláss. Þar sem að Tryggur er ekki með mér, heldur fór hann með foreldrum mínum. 

En Guðmundur fór aldrei og lifðu þau í hellinum á lambakjöti til æviloka. 

graphiccartoonstormcloud.gif

Kári Ingvarsson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband