Kartöflur og rófur

Við ákáðum að fara í alvöru náttúrufræði og skelltum okkur í það verkefni að setja kartöflur niður í garðinn. Við pöntuðum útsæði og áburð í kaupfélaginu og þegar það var komið til okkar byrjuðum við á því að stinga upp garðinn og hreinsa til. Svo gerðum við litlar holur og settum niður kartöflurnar ásamt svolitlum áburði. Við fengum líka rófufræ og settum þau niður í hluta af garðinum. Að lokum hreinsuðum við til í rabbabarabeðinu og svo er bara að bíða og sjá hvernig sumarið fer með garðinn okkar. Vonandi fáum við góða uppskeru!

DSC02625DSC02627


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband