Skólaslit 17. maí

Í dag 17. maí var lokadagur þessa skólaárs í Finnbogastaðaskóla. Við skólaslitin voru nemendur ásamt foreldrum sínum og öðrum ættingjum og vinum. Gestir gerðu sér glaðan dag með því að fylgjast með nemendum taka við vitnisburði sínum og viðurkenningum ásamt því að skoða það sem nemendur hafa verið að vinna að í vetur. Góðar veitingar voru að venju í eldhúsinu enda dagur gleði og ánægju eftir vel unnin störf í vetur. Að skólaslitum loknum héldu nemendur svo glaðir og sælir út í sumarið en þó með nokkrum trega því þetta er síðasta skólaár Júlíönu Lindar og þökkum við henni innilega góða samveru og vonum að henni farnist vel í nýja skólanum sínum.

Með bestu sumarkveðjum

17.maí2012 055


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband