Mikið að gera hjá okkur!

Það er sko alltaf mikið um að vera í okkar frábæra skóla. Í síðustu viku komu fréttamenn frá Stöð 2 og tóku viðtöl og myndir af okkur sem verða í þætti hjá þeim sem sýndur verður á næstunni. Það var mjög gaman að fá þá í heimsókn. Við vorum úti í garði að læra um hraða, vegalengdir og að mæla þegar þeir komu. Við voru líka búin að búa til þrautabraut fyrir hundana Fríðu og Max sem Brynjar Ingi og Jónatan Árni eiga.

Í morgun fóru svo stóru krakkarnir okkar þau Ásta, Brynjar og Kári í skólabúðir á Reykjaskóla og ætla að vera þar alla þessa viku og eiga örugglega eftir að skemmta sér vel þar. Þau segja ykkur nánar frá því þegar þau koma heim. En við sitjum ekki auðum höndum og buðum yngstu stelpunum þeim Arneyju og Magneu Fönn að koma í heimsókn til okkar að vinna svolítið leyniverkefni sem verður afhjúpað í lok desember hvað gæti það nú verið. En við látum nú samt eina mynd fylgja með!

14.10.2012 011Kær kveðja nemendur í yngri deild!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband