Gos og Hraun

Eldgosið séð frá Friðarhöfn

Í gær 23. janúar voru liðin 40 ár frá upphafi eldgossins á Heimaey. Vestmannaeyingar vildu á þessum tímamótum minnast með þakklæti að allir eyjamenn björguðust þessa fyrstu hamfaranótt.

Gosið á Heimaey tók þó eitt mannslíf og þriðjung heimila eyjaskeggja áður en yfir lauk. Ekki fluttu allir eyjamenn heim aftur að gosi loknu, sumir áttu ekki að neinu að hverfa, hvorki atvinnu né heimili.
Enn þann dag í dag búa færri eyjamenn á Heimaey en fyrir gos.
Samtakamáttur, dugnaður, stöndug útgerð, þrjóska og passlegur skammtur af æðruleysi gerði það að verkum að eyjamenn gátu með góðri hjálp byggt upp eyjuna sína á ný.   

Vestmannaeyingarnir í Finnbogastaðaskóla buðu upp á gos og hraun í tilefni dagsins. Þess má geta að nemendur skólans hafa alla síðustu viku fengið fróðleiksmola um Vestmannaeyjar og Heimaeyjargosið í formi myndbanda, sagna og tónlistar.

206208


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband