Vöffluveislan sló í gegn

Nemendur Finnbogastaðaskóla ákváðu að bjóða upp á vöffluveislu síðasta miðvikudagskvöld. Það vakti verðskuldaða lukku á meðal gesta. Nemendurnir hrærðu deigið í skólanum samkvæmt leynilegri uppskrift og fengu lánuð vöfflujárn heima fyrir. 

Vöfflurnar voru svo bakaðar um kvöldið og boðið var upp á heita súkkulaðisósu, þeyttan rjóma og niðurskorna ávexti til viðbótar við heimalagaðar sultur af öllum gerðum.


2010-12-22 08.55.32

 

 

 

 

 

 

 

Ekki var þetta nú alveg að tilefnislausu, því félagsvist var haldin í félagsheimilinu.

Félagsvistin er fyrst og fremst gleðileg tilbreyting en líka fjáröflun fyrir skólaferðalag barnanna í vor.

Sigurvegarar kvöldsins voru hjónin á Kjörvogi Hávarður og Sveindís, en þau fengu sitt hvora bókina að launum. Þórey, Ingólfur og Björn fengu líka viðurkenningar fyrir afar áhugaverða frammistöðu í spilamennskunni.

2010-12-22 10.14.17 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband