Við fórum í frábært skólaferðalag í síðustu viku og hittum nemendur á Drangsnesi okkar næsta sveitarfélagi. Við fórum á miðvikudagsmorgni og vorum komin í skólann um ellefu. Nemendur og kennarar tóku vel á móti okkur og við byrjuðum á að kynnast aðeins og fengum okkur svo öll hádegisverð. Við fórum svo út og fórum í nokkra hópeflisleiki og kynntumst aðeins hvert öðru.
Seinnipartinn fóru allir í sundlaugina og þar var mikið leikið og sprellað. Að sjálfsögðu voru allir orðinir vel svangir eftir sundið svo við fórum á Malarkaffi þar sem vel var tekið á móti öllum hópnum og við fengum svaka fína hamborgara.
Um köldið var svo haldið diskó og allir skemmtu sér þrusu vel. Við vorum svo heppin að fá að gista í skólanum svo það fór mjög vel um okkur. Morguninn eftir fórum við í tíma með krökkunum og fengum kynnast því sem þau eru að fást við á daginn.
Eftir að hafa kvatt þessa skemmtilegu krakka og kennara tókum við saman dótið okkar og héldum í fiskverkunina Drang. Þar var hann Óskar en hann tók vel á móti okkur og sýndi okkur allar fínu vélarnar og við fengum að sjá hvaða leið fiskurinn fer í gegnum fiskverkunina. Að lokum fengu allir kakóbolla, miða með nafninu sínu og harðfiskpoka.
Við þökkum öllu þessu frábæra fólki kærlega fyrir okkur!
Flokkur: Bloggar | 10.3.2013 | 21:47 (breytt kl. 22:23) | Facebook
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.