Við gerum gott úr vor-snjó í Finnbogastaðaskóla

Í gamla daga, þegar ekki voru frystiskápar á heimilum, bjó fólk til rjómaís í snjósköflum. Við hér í Finnbogastaðaskóla ákváðum að prófa þessa gömlu ísgerðartækni (fyrst það fór að snjóa aftur).

Þetta heppnaðist ljómandi vel Flestir eru saddir og fróðari um varmaflutning, áhrif NaCl á ísvatn og ískristallamyndun.

 

 
Ísblanda í pokasnjór, salt, vatn og ísblöndur í pokasvo bara kasta á milli og hnoða í skafli

skolamyndir_mars_april_2013_070.jpgNammminammm


Uppskrift að fimmtudags ís

250 ml. ab mjólk (súrmjólk, jógúrt)

250 ml. mjólk

3 þroskaðir bananar

2 msk kakóduft (nesquik)

1 msk sykur (má sleppa)

(hægt að nota lífrænt kakó og agave sýróp)

 
Allt sett í blandara

Einn bolli af ísblöndu er settur í hvern poka, og það tekur 10-15 mín að framleiða ísinn. 


Þetta er ferskur og góður jógúrt ís, en þeir sem vilja síður jógúrtbragð
geta notað venjulega mjólk eða rjóma í staðinn.

Það er líka alveg tilvalið að nota ávaxtasafa og/eða maukaða ávexti og búa til krap.

Vorkveðja frá okkur til þín !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband