Farfuglaskoðun í vorveðrinu

Eitt af því skemmtilegasta við vorið í Finnbogastaðaskóla eru allir farfuglarnir sem eru hér allt í kringum skólann. Þeir sungu svo fallega við gluggana í dag að við gátum ekki á okkur setið og drifum okkur út í farfuglaskoðun.
Við fórum í fjörugöngu í Trékyllisvík og gengum norður eftir fjörunni, við Árnes er mikið Kríuvarp á sumrin. Við reyndum að átta okkur á því hvaða fuglar væru komnir á varpstöðvarnar sínar og hvort enn vantaði einhverjar tegundir. Við hlustuðum líka eftir fuglasöng og gerðum okkar besta að tengja saman söng fuglanna og tegund. Ásta Þorbjörg var hér fremst meðal jafningja enda mjög vel að sér um allt sem snýr að fuglum.

Við sáum meðal annarra: Lóu, Spóa, Tjald, Sandlóur, Þresti, Maríuerlur, Stokkendur, Hettumáfa, Hvítmáfa, Silfurmáfa, Álftir, Sendlinga, Krumma, Æðarkollur og Blika.
Svo sáum við líka selina sem teygðu úr sér í sólinni og fullt af flugum.

IMG_0206IMG_0219IMG_0217IMG_0216IMG_0208
IMG_0212IMG_0198IMG_0197

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband