Eitt af því skemmtilegasta við vorið í Finnbogastaðaskóla eru allir farfuglarnir sem eru hér allt í kringum skólann. Þeir sungu svo fallega við gluggana í dag að við gátum ekki á okkur setið og drifum okkur út í farfuglaskoðun.
Við fórum í fjörugöngu í Trékyllisvík og gengum norður eftir fjörunni, við Árnes er mikið Kríuvarp á sumrin. Við reyndum að átta okkur á því hvaða fuglar væru komnir á varpstöðvarnar sínar og hvort enn vantaði einhverjar tegundir. Við hlustuðum líka eftir fuglasöng og gerðum okkar besta að tengja saman söng fuglanna og tegund. Ásta Þorbjörg var hér fremst meðal jafningja enda mjög vel að sér um allt sem snýr að fuglum.
Við sáum meðal annarra: Lóu, Spóa, Tjald, Sandlóur, Þresti, Maríuerlur, Stokkendur, Hettumáfa, Hvítmáfa, Silfurmáfa, Álftir, Sendlinga, Krumma, Æðarkollur og Blika.
Svo sáum við líka selina sem teygðu úr sér í sólinni og fullt af flugum.
Flokkur: Bloggar | 8.5.2013 | 17:08 (breytt kl. 17:25) | Facebook
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.