Súkkulaðimaðurinn Roland

Daginn 23 sept.24.09.2013 015 mánudag kom maður að nafni Roland í heimsókn í skólann okkar. Við krakkarnir vorum í frímínútum en hlupum öll að bílnum hans þegar hann kom. Aníta spurði sem snöggvast hver þetta væri og Ásta svaraði henni: ,,Þetta er  súkkulaðikallinn". Þá spurði Roland hvað hún væri að segja? Þá svaraði Ásta á ensku: ,,Hún þekkir þig bara sem kallinn með súkkulaðið góða". Þá svaraði Roland: ,,Ég hef smá í bílnum" og gaf okkur öllum eitt súkkulaðistykki á mann. Hann gaf líka Elísu kennara box með nokkrum súkkulaðistykkjum. Hann er ljósmyndari og kom með myndir sem hann hafði breytt í póstkort.  Hann kom inn í kaffi og hann kemur árlega með súkkulaði og um páskana hefu  hann komið með súkkulaðikanínur og páskaegg. En að lokum þurfti hann að fara því allar heimsóknir enda einhverntímann og að lokum var  enn einn skóladagurinn búinn.

höf: Alma Sóley 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband