Fjórðungsþing um helgina

Fjórðungsþing Vestfjarða var haldið um helgina í félagsheimilinu í Trékyllisvík. Við settum miða á borðin í félagsheimilinu með kveðju til fólksins á þinginu. "Verið velkomin í sveitina okkar kæru vinir! Kær kveðja nemendur í Finnbogastaðaskóla." stóð á miðunum. Við fengum miðana til baka eftir þingið með góðum kveðjum frá gestum þingsins. Þau gáfu okkur bók, fána og bæklinga. Við þökkum ykkur kærlega fyrir komuna í sveitina okkar! Kveðja Ásta Þorbjörg, Kári og Þórey.

 

15.10.2013 010


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband