Heimasætan í glugganum

Viðtal við Anítu Mjöll og Pálínu 4. október 2007

Glens í BæÍ morgun gengum við upp í Bæ til að taka viðtal við yngsta íbúa Árneshrepps. Hún heitir Aníta Mjöll Gunnarsdóttir Dalkvist. Við fengum mömmu hennar Pálínu Hjaltadóttur til að segja okkur svolítið frá Anítu og töluðum líka við Guggu ömmu Anítu.

Okkur langaði að taka viðtal við Anítu af því að hún er yngst og sætust og svo er hún næsti nemandi Finnbogastaðaskóla. Hún kemur í skólann eftir 5 ár og þá verður Ásta komin í 7. bekk en Júlíana farin í 10. bekk en við erum ekki að spá í það núna. Ásta, Júlíana og Aníta eru frænkur og vinkonur.

Við byrjuðum á að spyrja Pöllu hvenær Aníta litla fæddist. Hún fæddist 12. ágúst árið 2006 og er því rúmlega eins árs. Við spurðum líka hvað Anítu finnst skemmtilegast að gera og það kom í ljós að uppáhaldið hennar Anítu litlu er að sitja úti í glugga og horfa út. Við tókum líka eftir að henni finnst gaman að skríða og er að æfa sig heilmikið í að ganga.

Pálína, Aníta og GuggaÞað sem henni þykir leiðinlegast að gera er að tannbursta sig enda er hún bara eins árs og skilur kannski ekki alveg afhverju hún þarf að gera það.

Uppáhaldsleikurinn hennar Anítu er feluleikur og uppáhaldsmaturinn eru vínber. Við spurðum líka hver væri uppáhalds frændi hennar og það er hann Steini og uppáhalds frænkurnar eru Unnur og Vilborg.

Þegar við vorum að tala við Pöllu kom Gugga inn í stofu og spurði hvort við hefðum heyrt drunurnar í fjallinu. Við heyrðum ekkert enda mjög niðursokknar í viðtalið. Það var nú bara skriða í Finnbogastaðafjalli og við sáum kindurnar taka á harðasprett í túninu.

100_1585Að lokum spurðum við Pöllu hvort hún vildi segja okkur eitthvað fleira um Anítu og hún sagði að Aníta sé alltaf mjög kát og í miklu stuði. Við höfum líka tekið eftir því sjálfar og svo líka að hún kann núna að segja mamma og pabbi. Okkur finnst Aníta langsætust í öllum heiminum og þökkum fyrir viðtalið. Við þökkum líka Guggu sérstaklega fyrir það sem hún gaf okkur á leiðinni út en við förum ekki nánar út í þá sálma hér. Sérstaklega ekki þar sem Hrefna gæti lesið þetta.

Júlíana Lind og Ásta Þorbjörg undirbjuggu spurningarnar og tóku viðtalið.

Ps. Takk fyrir allar kveðjurnar í Gestabókinni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Til hamingju með bloggsíðuna ykkar strandastelpur.  Gaman að sjá næsta nemanda í Finnbogastaðaskóla.  Hef grun um að ég hafi kennt pabba Anitu fyrir ja...nokkuð mörgum árum.

kv.

Eyjólfur Sturlaugsson (Lói)

Eyjólfur Sturlaugsson, 6.10.2007 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband