Strandastelpa segir frá

Fyrsti snjórinn! Skólinn okkar í baksýn.Hæ, ég heiti Júlíana Lind og er Guðlaugsdóttir og er í 5. bekk í Finnbogastaðaskóla. Ég er 10 ára gömul, fædd 17. mars 1997 í Reykjavík. Ég bjó fyrstu 6 árin mín í Kópavogi en flutti hingað norður á Strandir í maí 2003.

Þegar við fluttum hingað bjó ég fyrst í gula húsinu hans Þórólfs og það fannst mér æðislegur tími því það voru svo oft krakkar á tjaldstæðinu sem ég gat leikið við en þeir stoppuðu ekki lengi.

Þetta sumar kynntist ég líka bestu vinkonum mínum, þeim Ástu Þorbjörgu og Unni Sólveigu.

Mér finnst alltaf gaman í sveitinni, það er yfirleitt nóg að gera eins og saumaklúbbar á veturna, spilavist, bingó, smalamennska, réttir og bara ýmislegt. Mér finnst líka æðislega gaman að bauka með pabba úti í skúr á veturna. Meðan hann er að laga eitthvað, þá er ég í búinu mínu sem ég er með í fiskhúsinu.

Við mamma fíflumst stundum saman upp í rúmi við að kitla hvor aðra og það er ótrúlega gaman þegar ég næ að kitla hana en það er ekki oft sem ég næ því, því hún er aaaðeins sterkari en ég.

Mér finnst líka mjög gaman að fara til ömmu og afa og leika við Lappa sem er hvolpurinn hans afa svo er líka voða gott að stelast upp í eldhús til ömmu og kíkja inn í búr því þar er alltaf eitthvað gott að finna.

Hér er bara mjög gott að búa og ég vona að við verðum hér áfram!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband