Óskalisti Júlíönu

Það væri til dæmis gaman að hafa gíraffa á Íslandi! Verst að það vantar trén líka... Mynd eftir Júlíu.Ef ég fengi óskir mínar uppfylltar myndi ég óska mér að það væri ekki til stríð því það deyja svo margir í stríðum. Ég óska mér líka að allir væru heilbrigðir því þá liði öllum vel.

Svo vildi ég fá fleiri börn í sveitina til að leika við. Það væri líka óskandi að leiksvæðið heima væri stærra og líka meira gras heima af því það er ekki svo mikið af því. Ég óska þess að það sé ekki til tóbak því það er svo heilsuspillandi og að það væri minni mengun í heiminum.

Ég vildi líka að það væru fleiri villt dýr á Íslandi og fleiri tré.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Til hamingju með þessa frábæru síðu. Nú er bara að vera dugleg að skrifa og eignast bloggvini. Ég er gamall sveitabóndi en búinn að vera í Reykjavík í mörg ár. Við hjónakornin búum bara tvö með hundinum okkar sem heitir Tinna. Kannski komum við öll þrjú í heimsókn til ykkar næsta sumar og þá viljum við fá kaffi og kannski pnnukökur og kleinur með.

Verið nú duglegar að læra.

Bless.

Árni Gunnarsson, 9.10.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband