Skák og mát með Hrafni

Hrafn í fjöltefliHrafn kenndi öllum krökkunum á Borðeyri skák. Við lærðum að taflmennirnir eru mismunandi sterkir en allir hafa hlutverki að gegna. Litlu peðin eru metin á 1 stig, riddarar og biskupar á 3 stig, hrókarnir á 5 stig. Drottningin er langsterkust, 10 stig, en kóngsi er bara núll og nix -- þó hann sé mikilvægastur!

Við lærðum heimaskítsmát sem hann sagði að væri mjög sniðug og klók aðferð til að skáka og máta fullorðið fólk.

Svo var fjöltefli og Hrafn tefldi við alla krakkana í einu. Við fengum svo öll penna að gjöf. Það stóðu sig allir mjög vel og fannst gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband