Leyndardómar í Djúpavík

Besta hótel í heimi!Á leiðinni til Borðeyrar stoppuðum við aðeins í Djúpavík og hittum Evu og Tínu. Tína er hundurinn í Djúpavík sem Eva og Ási eiga. Hún er brún og svört og mjög blíð. Hún lagðist eiginlega strax á bakið svo við gætum strokið á henni magann. Henni þykir það svo gott.

Eva sýndi okkur dúkkustellið sitt en það var svolítið óvænt sem leyndist í mjólkurkönnunni. Það var kuðlað bréf ofan í henni og þegar Eva tók það upp kom í ljós undir því sex gamlar barnatennur. Þær höfðu víst fylgt með í kaupunum án þess að hún vissi af því.

Eva gaf okkur svo góða piparmyntu í nesti fyrir ferðina til Borðeyrar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband