Við fórum í skólaferðalag til Borðeyrar í síðustu viku. Við höfðum hlakkað mikið til að fara í heimsókn til þeirra og hitta krakkana þar. Þau eru fimmtán í skólanum í tveimur deildum, eldri og yngri.
Þegar við renndum í hlað sáum við nokkra krakka í glugganum sem biðu eftir okkur og svo komu þau út á hlað og tóku á móti okkur eins og fínasta móttökunefnd.
Júlíönu þótti mjög gaman að fá að vera í tímum með fleiri krökkum. Hún var með eldri deildinni í tölvutíma og stærðfræði. Hún eignaðist strax góða vini í skólanum og hún hlakkar rosalega til að hitta þau aftur.
Í frímínútunum fórum við út með öllum krökkunum í fótbolta. Þau eiga svo svakalega fínan fótboltavöll með gervigrasi og allt.
Ásta var með yngri deildinni og fór í sinn fyrsta dönskutíma með þeim. Það fannst henni gaman og kann núna að segja to og tyve sem þýðir tuttugu og tveir.
Ástu fannst líka svo gaman að fá að vera með krökkunum í bekk og að vera með í öllu sem þau gera í skólanum.
Takk fyrir okkur! Við hlökkum til að fá opinbera heimsókn frá Borðeyri hingað í Finnbogastaðaskóla!
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 3430
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.