Dularfull hænsn í Trékyllisvík

HænurnarÁ Finnbogastöðum heyrist oft hanagal.

En þar er enginn hani.

Hæna býr í Árnesi en þar er engin hæna.

Dularfullt?  Svo sannarlega!

Við erum að útbúa skrá yfir íbúana í Árneshreppi, einsog hið vel heppnaða hundatal er til marks um. Næstar á dagskrá voru hænurnar.

En því miður: Það eru engar hænur eftir í Árneshreppi.

Síminn hans Munda á Finnbogastöðum galar einsog alvöru hani og það er eina hanagalið í sveitinni. Og hún Hæna í Árnesi er aðal minkahundurinn í Árneshreppi! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband