Tvöföldun á nemendafjölda í Finnbogastaðaskóla!

Picture 023Í dag fjölgaði nemendum skólans um helming.  Hingað eru komnar í heimsókn tvær systur ættaðar frá Bæ. Það eru þær Unnur Sólveig sem er í 6. bekk og Vilborg Guðbjörg sem er í 1. bekk.

Þær eru í vetrarfríi frá skólanum sínum í Reykjavík en ákváðu að koma í skólann til okkar á meðan þær eru í heimsókn hjá Guggu ömmu sinni í Bæ.  

Það eru því fjórir nemendur í skólanum þessa viku sem þýðir að nemendafjöldinn hefur tvöfaldast. 

Nú skiptum við í hópa í skólanum sem gerist ekki oft. Ásta og Vilborg eru saman í hóp að vinna að kisutali Árneshrepps og Júlíana og Unnur eru að vinna verkefni um sögu Finnbogastaðaskóla

Afraksturinn mun svo birtast á heimasíðunni næstu daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband