Saga skólans okkar

Skólinn okkarVið, Unnur og Júlíana, gerðum rannsókn á sögu skólans og hér er útkoman:

Skólinn var stofnaður árið 1929 af Guðmundi Þ. Guðmundssyni, langafabróður Unnar, og var byggður úr timbri og hitaður upp með kolaofni sem var staðsettur í kjallaranum.

Árið 1933 gerðist hræðilegasti atburður í sögu skólans: það kviknaði eldur og skólinn brann til kaldra kola. Í þessum eldsvoða dó enginn en mátti litlu muna því eldurinn kom upp að næturlagi þegar allir voru í fastasvefni.

Þetta sama ár  var skólinn endurbyggður og gerður stærri og varanlegri.

Heimavistin var frá árinu1929 til 1996 eða í 67 ár og eru 11 ár síðan hún hætti. Um þetta leyti, sem heimavistin var, voru um 60 börn í skólanum. Heimavistinni var skipt þannig að 30 voru í skólanum í 2 vikur og 30 heima í þessar sömu 2 vikur.

Júlíana tók viðtal við Gunnstein Gíslason, kennara Finnbogastaðaskóla frá árinu 1955 til 1960 og hann sagði henni að það hefðu verið 5 kynslóðir í skólanum og eru Júlíana og Ásta í þessum fimmta.

Við fengum flestar heimildir um byggingu skólans og eldsvoðann úr bók Torfa Guðbrandssonar, Strandamaður segir frá, sem var lengst allra skólastjóri í Finnbogastaðaskóla, eða í 28 ár.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband