
Skólinn var stofnaður árið 1929 af Guðmundi Þ. Guðmundssyni, langafabróður Unnar, og var byggður úr timbri og hitaður upp með kolaofni sem var staðsettur í kjallaranum.
Árið 1933 gerðist hræðilegasti atburður í sögu skólans: það kviknaði eldur og skólinn brann til kaldra kola. Í þessum eldsvoða dó enginn en mátti litlu muna því eldurinn kom upp að næturlagi þegar allir voru í fastasvefni.
Þetta sama ár var skólinn endurbyggður og gerður stærri og varanlegri.
Heimavistin var frá árinu1929 til 1996 eða í 67 ár og eru 11 ár síðan hún hætti. Um þetta leyti, sem heimavistin var, voru um 60 börn í skólanum. Heimavistinni var skipt þannig að 30 voru í skólanum í 2 vikur og 30 heima í þessar sömu 2 vikur.
Júlíana tók viðtal við Gunnstein Gíslason, kennara Finnbogastaðaskóla frá árinu 1955 til 1960 og hann sagði henni að það hefðu verið 5 kynslóðir í skólanum og eru Júlíana og Ásta í þessum fimmta.
Við fengum flestar heimildir um byggingu skólans og eldsvoðann úr bók Torfa Guðbrandssonar, Strandamaður segir frá, sem var lengst allra skólastjóri í Finnbogastaðaskóla, eða í 28 ár.
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 3430
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.