Hyrnan í hvítum kufli

Hyrnan og fjórar fræknarNú erum við að læra nöfnin á fjöllum og örnefnum í Árneshreppi. Haukur Jóhannesson sendi okkur líka svakalega fínt kort með nöfnum á skerjum í Trékyllisvík og örnefnum í Árnesey.

Í góða veðrinu í dag trítluðum við niður í fjöru með kortið góða og skoðuðum í leiðinni fallega fjallahringinn í Trékyllisvík.

Hérna erum við með sjálfa Reykjaneshyrnu í bakgrunni. Hún er komin í hvítan kufl, einsog önnur fjöll á Ströndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband