Skemmtilegra í feluleik í litlum skóla!

Sindri og JúlíanaBrćđurnir Sindri Freyr og Brynjar Karl Ísleifssynir heimsóttu okkur á föstudaginn. Okkur fannst ţeir svakalega skemmtilegir og gaman ađ fá ţá í sveitina. Kannski flytur bara öll fjölskyldan í Árneshrepp til okkar! Sindri og Júlíana áttu ţetta skemmtilega spjall, ţegar ţau ćfđu sig í viđtalstćkni.

Júlíana: Hvađ heitir ţú fullu nafni og hvar áttu heima?
Sindri: Ég heiti Sindri Freyr Ísleifsson og á heima á Akranesi.
Júlíana: Hvađ heitir skólinn ţinn?
Sindri: Brekkubćjarskóli.
Júlíana: Hvađ ertu gamall?
Sindri: Ég er níu ára og á afmćli 22. mars
Júlíana: Hvernig tengistu Ströndum?
Sindri: Sko, pabbi minn átti heima á Ströndum, Djúpavík, ţegar hann var lítill. Hann heitir Ísleifur. Pabbi hans og mamma, afa og amma, eru alltaf í Djúpavík á sumrin. Mamma átti heima á Kjörvogi ţegar hún var lítil og afi og amma eru ennţá međ búskap ţar.

Sindri: Hefur ţú alltaf átt heima hér?
Júlíana: Nei ég átti heima í Kópavogi ţar til ég var sex ára.
Sindri:Hvernig tengist ţú Ströndum?
Júlíana: Pabbi minn ólst upp á Steinstúni, ţar sem afi og amma búa ennţá. Pabbi og mamma eru ađ taka viđ búskapnum ţar ţó afi hjálpi enn mjög mikiđ til.

Júlíana: Langar ţig ađ flytja í Árneshrepp?
Sindri: Já, bćđi og.
Júlíana: Hvers vegna myndir ţú vilja flytja hingađ?
Sindri: Af ţví ađ hér er oftar snjór, og vćri örugglega skemmtilegra hér ţví ţá ţyrftu pabbi minn og mamma ekki alltaf ađ fara í vinnuna og ég og pabbi gćtum veriđ oft í snjókasti.
Júlíana: Hvers myndir ţú sakna mest?
Sindri: Akraness, vina minna og sundćfinga.

Sindri: Hvađ finnst ţér vera betra hér en í Kópavogi?
Júlíana: Hér er miklu stćrra leiksvćđi, stćrri brekkur, snjósleđar og snjóhús. Svo finnst mér svo gaman ađ leika viđ Lappa og ađ fara í fjárhúsin međ pabba.

Sindri: Hvers saknar ţú?
Júlíana: Ađallega ađ hér eru miklu fćrri krakkar og ţađ eina sem ég sakna úr Kópavogi er vinir mínir. En samt kemur á móti, ađ ef ég hefđi ekki flutt hingađ hefđi ég til dćmis ekki kynnst Unni Sólveigu, bestu vinkonu minni.

Júlíana: Hvađ er öđruvísi viđ ađ vera í stórum skóla?
Sindri: Ţađ eru meiri líkur á ađ klessa á einhvern í stórum skóla. Svo er skemmtilegra ađ fara í feluleik í litlum skóla.
Júlíana: Ţađ vćri gaman ađ prófa ađ fara í stóran skóla, til ađ sjá hvort ég myndi rata um! Villist ţú aldrei á göngunum?
Sindri: Nei, en ég villtist stundum ţegar ég var í fyrsta bekk.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband