
Sex fjöll keppa um sæmdarheitið fallegasta fjallið í Trékyllisvík. Þetta eru Reykjaneshyrna, Örkin, Finnbogastaðafjall, Árnestindur, Hlíðarhúsafjall og Krossnesfjall.
Við ætlum að birta myndir og upplýsingar um öll fjöllin og byrjum á Reykjaneshyrnu.
Reykjaneshyrna gengur hnarreist í sjó fram og er 316 metra há. Í Reykjaneshyrnu er stór hellir sem heitir Þórðarhellir. Sagan segir að þar hafi flóttamenn undan réttvísinni leitað skjóls í gamla daga.
Júlíana hefur skoðað Þórðarhelli og segir að þar sé alveg hægt að búa, þó þar sé örugglega kalt á veturna.
Ljósmyndin af Reykjaneshyrnu var tekin fyrir mörgum árum. Á myndinni eru Hrafn Jökulsson og Kolbrá litla systir hans en Hrafn var smalapiltur í Stóru-Ávík þegar hann var lítill. Með þeim er hundurinn Kátur, sem Hrafn segir að hafi verið einn besti vinur hans í heiminum.
Á næstu dögum birtum við myndir og upplýsingar um aðra keppendur í fegurðarsamkeppni fjallanna í Trékyllisvík
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 3430
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er mjög góð hugmynd hjá ykkur að hafa svona kosningu, stelpur! Ég geri ráð fyrir að þið komið með kynningu og mynd af öllum fjöllunum áður en við megum kjósa?
Haldið áfram að skrifa svona skemmtilegar fréttir - það er SVO GAMAN að fylgjast með ykkur.
Og takk fyrir síðast, Júlíana mín. Davíð Ingi saknar þín.
Kær kveðja, Ingibjörg
Ingibjörg Ágústsdóttir, 14.11.2007 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.