Kastalinn í Trékyllisvík

Finnbogastaðafjall í TrékyllisvíkÞá er komið að næsta keppanda í fegurðarsamkeppni fjallanna í Trékyllisvík: Finnbogastaðafjalli.

Finnbogastaðir í Trékyllisvík (þar sem síminn galar eins og hani) heita eftir kappanum Finnboga ramma. Hann bjó í Trékyllisvík á 10. öld. Þegar hann var lítill hét hann öðru nafni: Urðarköttur!

Júlíönu finnst sagan um Urðarkött svakalega skemmtileg.

Finnbogastaðafjall minnir á kastala og Júlíana hefur séð tröllskessuandlit í klettunum.

Það er 548 metra hátt og okkur finnst það mjög fallegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

hef nú aldrei komið í heimsókn í trékyllisvík en skilst, ekki síst á félaga mínum honum hrafni jökuls, að þetta sé nú bara fallegasti staður á jörðinni. tek þátt í kosningunni, en þó ekki fyrr en ég hef séð myndir af öllum sex fjöllunum. líst þó afskaplega vel á finnbogastaðafjall, en sjáum til.

arnar valgeirsson, 18.11.2007 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband