Afmæliskveðja til Jónasar

Jónas HallgrímssonJónas Hallgrímsson er að verða 200 ára! Hann fæddist 16. nóvember 1807 á Hrauni í Öxnadal. Okkur finnst hann gott ljóðskáld og völdum uppáhaldsljóðin okkar eftir Jónas í tilefni dagsins.

Ásta valdi Vorvísur:

Vorið góða, grænt og hlýtt,

græðir fjör um dalinn.

Allt er nú sem orðið nýtt,

ærnar, kýr og smalinn.

 

Kveður í runni, kvakar í mó

kvikur þrastasöngur.

Eins mig fýsir alltaf þó

aftur að fara í göngur.

 Júlíana valdi Ferðalok, sem henni finnst mjög fallegt ástarkvæði. Hér er síðasta erindið:

Háa skilur hnetti

himingeimur,

blað skilur bakka og egg.

En anda, sem unnast,

fær aldregi

eilífð að skilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband