Sögusafn Finnbogastaðaskóla opnað

Íslenski fáninn og Guðmundur Þ. Guðmundsson, stofnandi FinnbogastaðaskólaNú er búið að setja upp Sögusafn Finnbogastaðaskóla og þar eru ýmsar gersemar, til dæmis karamellubrúnn minkur, eldgamlar bækur, íslenski fáninn og mynd af stofnanda skólans, Guðmundi Þ. Guðmundssyni.

Karamelluminkurinn

 

Safnið er í anddyri skólastjóraíbúðarinnar, sem búið er að mála og snyrta. Júlíana og Ásta eru báðar mjög hrifnar af safninu, sérstaklega gömlu ferðaorgeli og auðvitað karamelluminknum.

 

Ferðaorgelið gamla og góðaÍ safninu eru veggspjöld af fuglum og jurtum, sem notuð voru til kennslu fyrir langa löngu, hreiður með allsskonar eggjum, rekaviðardrumbur sem er notaður sem stóll, undurfallegir steinar úr fjörunni og svakalega flottur krabbi, svo nokkuð sé nefnt.

Okkur finnst einsog við ferðumst aftur í tímann þegar við skoðum litla safnið okkar og erum mjög stolt af því!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband