Fegurðarsamkeppni fjallanna: Krossnesfjall breiðir út pilsið

Krossnesfjall, séð frá Stóru-ÁvíkGeta fjöll verið í pilsi? Já, það lítur út fyrir það. Krossnesfjall einsog breiðir úr pilsinu sínu, þar sem það stendur stórt og tignarlegt.

Júlíönu fannst fjallið fyrst minna á risastórt sker, enda gengur Krossnesfjall næstum í sjó fram, en Hrefna í Árnesi benti á þetta með pilsið.

Á Krossnesi búa oddvitinn okkar í Árneshreppi, hún Oddný (sem allir kalla Systu) ásamt Úlfari bónda.

Og í fjörunni í Krossnesi er besta sundlaug í heimi. Þar vantar að vísu stökkpall, en það kemur ekki að sök því útsýnið er svo frábært.

Myndin er tekin frá Stóru-Ávík á fallegum sumardegi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband