Við viljum þakka fyrir allar skemmtilegu og góðu kveðjurnar sem við höfum fengið í gestabókina hérna á síðunni okkar. Og líka öllum sem heimsækja síðuna. Það er einsog skólinn verði miklu stærri, þegar við vitum af öllum þessum gestum hjá okkur!
Okkur þótti mjög gaman að sjá kveðjuna frá Vigdísi Grímsdóttur rithöfundi, því við erum nýbúnar að lesa æðislega bók eftir hana sem heitir Gauti vinur minn. Vigdís skrifaði:
Hæ stelpur, ég varð bara að senda ykkur línu af því að mér fannst svo gaman að lesa um skráningu hunda, katta og fegurðarsamkeppni fjalla. Svona á þetta að vera. Ég fór strax að hugsa um allar kisur og hunda í götunni minni og langaði að hlaupa út og skrá. Ég þakka ykkur fyrir að leyfa okkur öllum að lesa heimasíðuna ykkar. Hafiði það sem allra, allra best!
Við segjum takk fyrir og bjóðum hér með Vigdísi að koma í heimsókn til okkar í Finnbogastaðaskóla!
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 3429
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.