Uppáhaldsfjallið okkar

Urðartindur á HlíðarhúsafjalliÞá er komið að fimmta og næstsíðasta keppandanum í fegurðarsamkeppni fjallanna í Trékyllisvík: Hlíðarhúsafjalli, sem skartar sjálfum Urðartindi.

Júlíönu finnst Hlíðarhúsafjall fallegast og Ástu finnst það fallegt líka.

Fjallið dregur nafn sitt af bæ, sem hét Hlíðarhús, en fór í eyði fyrir löngu. Sagt er að snjóflóð hafi fallið á bæinn.

Urðartindur á Hlíðarhúsafjalli teygir sig 473 metra til himins! Okkur langar að príla upp á Urðartind næsta sumar, þar er örugglega frábært útsýni.

Til að komast inn í Norðurfjörð þarf að keyra veginn sem er utan í snarbröttum hlíðunum, en Badda hefur sagt okkur að aldrei hafi orðið slys þar, eftir að Guðmundur biskup góði blessaði þær fyrir möööörghundruð árum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband