Júlíana er búin að skrifa upp ísbjarnarsögu, sem amma hennar á Steinstúni sagði henni. Ísbirnir hafa oft gengið á land í Árneshreppi og í vetur ætlum við að safna ísbjarnarsögum. Hér er fyrsta sagan, haldið ykkur fast!
Það var einu sinni maður sem hét Guðmundur. Hann átti heima í Drangavík í Árneshreppi.
Hann var á leið út í fjárhús og leiddi barn með annarri hendi og hélt á síldarfötu í hinni, og þegar hann horfði út á ísbreiðuna sá hann allt í einu ísbjörn koma hlaupandi að þeim. Guðmundur kastaði síldarfötunni frá sér og hljóp eins og fætur toguðu alla leið heim að bænum til að ná í byssuna sína til að drepa þetta ógurlega skrímsli.
Ísbjörninn fór beint að fötunni og byrjaði að éta síldina og við það tafðist hann þannig að Guðmundur og barnið sluppu inn í bæinn, sem var hlaðinn úr torfi og grjóti.
Svo fór Guðmundur út með byssuna, og stefndi ísbjörninn þá strax að honum. Guðmundur forðaði sér upp á þekju torfbæjarins, bjarndýrið elti hann strax þangað upp en Guðmundur náði að skjóta dýrið með eina skotinu sem hann hafði, en byssan var framhlaðningur.
Þannig björguðust bóndinn og barnið en Guðmundur og hans fjölskylda eignuðust mjög verðmætt skinn, sem var á þeim tímum á verðgildi á við sæmilegan bát.
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 3429
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.