Gleðifréttir fyrir kisurnar í Árneshreppi

Júlíana með Bernharð og Óskar í fanginuNú getum við sagt stórfrétt úr Árneshreppi: Í gær fluttu hingað tveir frábærir, mjúkir og yndislegir högnar. Þeir heita Bernharð og Óskar, og áttu heima í Kattholti í Reykjavík.

Einsog duglegir lesendur okkar vita, þá voru aðeins fjórar læður í Árneshreppi: Branda í Litlu-Ávík, Písl á Finnbogastöðum, Ögn í Bæ og Gloría á Krossnesi.

Tíðindin af kisunum okkar hafa "slegið í gegn" hjá fjölmiðlum um allt land, einsog Júlíana orðaði það.

Bernharð og Óskar komu með flugi frá Reykjavík, og fannst ekkert sérstaklega spennandi að kúldrast í búri á fimmhundruð kílómetra hraða yfir Íslandi.

En nú eru þeir óðum að jafna sig í skólastjóraíbúðinni á Finnbogastöðum. Þeir hafa ekki enn fengið að fara út fyrir hússins dyr, en munu á næstu dögum tipla fyrstu skrefin í snjónum sem nú liggur yfir allri Trékyllisvík.

Læðurnar á Finnbogastöðum og Bæ eru næstu nágrannar Bernharðs og Óskars. Ásta segir að Ögn og Óskar verði vinir, og Písl og Bernharð líka. "Nema allir verði vinir," bætir hún við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband