Nú getum við sagt stórfrétt úr Árneshreppi: Í gær fluttu hingað tveir frábærir, mjúkir og yndislegir högnar. Þeir heita Bernharð og Óskar, og áttu heima í Kattholti í Reykjavík.
Einsog duglegir lesendur okkar vita, þá voru aðeins fjórar læður í Árneshreppi: Branda í Litlu-Ávík, Písl á Finnbogastöðum, Ögn í Bæ og Gloría á Krossnesi.
Tíðindin af kisunum okkar hafa "slegið í gegn" hjá fjölmiðlum um allt land, einsog Júlíana orðaði það.
Bernharð og Óskar komu með flugi frá Reykjavík, og fannst ekkert sérstaklega spennandi að kúldrast í búri á fimmhundruð kílómetra hraða yfir Íslandi.
En nú eru þeir óðum að jafna sig í skólastjóraíbúðinni á Finnbogastöðum. Þeir hafa ekki enn fengið að fara út fyrir hússins dyr, en munu á næstu dögum tipla fyrstu skrefin í snjónum sem nú liggur yfir allri Trékyllisvík.
Læðurnar á Finnbogastöðum og Bæ eru næstu nágrannar Bernharðs og Óskars. Ásta segir að Ögn og Óskar verði vinir, og Písl og Bernharð líka. "Nema allir verði vinir," bætir hún við.
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 3429
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.