Á laugardaginn verður viðtal við okkur í Barnablaði Morgunblaðsins, svo tryggið ykkur eintak! Blaðamaðurinn sendi okkur heilmargar spurningar um Finnbogastaðaskóla, okkur sjálfar, lífið í sveitinni og framtíðina.
Svo vorum við líka spurðar um bloggsíðuna okkar, því svo margir hafa komið í heimsókn þangað. Stundum er einsog litli skólinn okkar sé fullur af góðum gestum.
Í dag hafa til dæmis meira en 300 gestir komið á bloggsíðuna okkar. Verið þið innilega velkomin í heimsókn, öllsömul!
Við viljum ekki ljóstra of miklu upp, en Júlíana segir í viðtalinu að hún vilji verða hestakona í framtíðinni. Hér í Árneshreppi vantar einmitt hesta, svo Júlíana sér ekkert því til fyrirstöðu að bæta úr því og búa áfram í bestu sveit á Íslandi.
Ásta er hinsvegar að hugsa um að verða söngkona, og er ekki alveg viss um að söngkona geti átt heima svona langt frá Reykjavík.
Við vorum líka spurðar um uppáhaldsdýrin okkar og vorum sammála um að þau væru: Hestar, kanínur, hundar, kindur.
Já, og gíraffar. Það vantar alveg gíraffa í Árneshrepp!
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 3429
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.